Við fengum mömmu, pabba og Ívar til okkar í mat í gær og ég ákvað að baka bara pizzu. Langað að sýna ykkur hvernig ég fer að.
Pizzadeig
- 6 dl hveiti
- 2 msk matarolía
- hálf teskeið salt
- 2 og hálfur desl. volgt vatn
- 1 bréf þurrger
Blandið hveiti og salti saman, bætið svo olíunni við. Setjið þurrgerið í volgt vatn og leyfið því að leysast upp.
- ATH þarf ekki að hefast.
ég nota þessa sem pizzasósu, finnst hún langbest!
svo sker ég niður hvítlauk og blaðlauk, mér persónulega finnst það algjört möst.
Pizzaskinkan komin á
Beikon, pepperoni og rauð paprika
Ostur, rjómaostur, svartur pipar og oreganó - og inn í ofn!
pizzan hans pabba með sveppum, beikoni, papriku, rauðlauk, pepperoni, piparost og smá cayane pipar.
Voðalega basic en alltaf jafn gott! Svo gerði ég grænmetisbuff og sætar karteflur fyrir stubbinn sem hann borðaði með bestu list.
Ég verð að vinna alla helgina og verð síðan að undirbúa afmælið hans Loga á fullu :)
Góða helgi!
xxx