þriðjudagur, 18. febrúar 2014

Flutningar

Jæja! Þá er ég komin heim frá London og átti þar ofboðslega góðar stundir með Jörgen. Versluðum heilann helling og náðum einnig að skoða þessa fallegu borg. Fórum í leikhús á sýninguna We will rock you, sem var sjúklega skemmtilegt!
Þegar við komum heim til Egilsstaða fórum við beint í það að flytja. Erum komin í mun stærri og betri íbúð og Pétur elskar að hafa allt þetta pláss.
En semsagt, það er keypt meira en nóg af fötum á okkur og börnin. Ég missti mig svolítið í bleika litnum á væntanlega prinsessu í júlí, og Jörgen hélt að mér hefði verið rænt þegar ég sagði honum hvað ég væri búin að eyða miklum pening, heh...

kimono cardigan úr H&M


Leggings úr H&M


xx

laugardagur, 11. janúar 2014

Óskalisti

Jæja! Alltof langt síðan ég hef getað sest niður og bloggað.
Það er alveg meira en nóg að gera hjá okkur fjölskyldunni. Eigum von á litlu kríli í byrjun júlí og erum endalaust hamingjusöm með það :)
Þegar ég kom heim úr vinnunni um daginn þá var Jörgen búinn að kaupa flugmiða og hótel fyrir okkur úti í London 6. febrúar! Orð fá því ekki lýst hvað ég er spennt að fara með ástmanni mínum til útlanda. Listinn af því sem mig langar í er orðinn ansi langur!



Ég dýýrka svona buxur! Svo þæginlegar, sérstaklega fyrir eitt stk. ólétta píu eins og mig.



Golla úr Gina tricot


Svo er newborn fötin í H&M að fara með mig!






og mér dreymir um þetta fallega úr..



--
Inga Lind




föstudagur, 8. nóvember 2013

Pizzagerð

Við fengum mömmu, pabba og Ívar til okkar í mat í gær og ég ákvað að baka bara pizzu. Langað að sýna ykkur hvernig ég fer að.

Pizzadeig 

- 6 dl hveiti
- 2 msk matarolía
- hálf teskeið salt
- 2 og hálfur desl. volgt vatn
- 1 bréf þurrger

Blandið hveiti og salti saman, bætið svo olíunni við. Setjið þurrgerið í volgt vatn og leyfið því að leysast upp.
- ATH þarf ekki að hefast.


ég nota þessa sem pizzasósu, finnst hún langbest!


svo sker ég niður hvítlauk og blaðlauk, mér persónulega finnst það algjört möst.


Pizzaskinkan komin á


Beikon, pepperoni og rauð paprika


Ostur, rjómaostur, svartur pipar og oreganó - og inn í ofn!





pizzan hans pabba með sveppum, beikoni, papriku, rauðlauk, pepperoni, piparost og smá cayane pipar.




Voðalega basic en alltaf jafn gott! Svo gerði ég grænmetisbuff og sætar karteflur fyrir stubbinn sem hann borðaði með bestu list.

Ég verð að vinna alla helgina og verð síðan að undirbúa afmælið hans Loga á fullu :)
Góða helgi!


xxx









fimmtudagur, 7. nóvember 2013

Helgin góða

Ég átti svo yndislega helgi að ég má til með að segja ykkur frá! Var í langþráðu helgarfríi og af því tilefni fór ég með strákinn minn á snjóþotu í fallega veðrinu sem var á föstudaginn. Hann var rosalega hissa og vissi ekki alveg hvort að hann ætti að fara hlæja eða gráta. Ívar Andri litli bró kom og hitti okkur á Krummaklettum, þar voru þrír ungir strákar sem líta voða mikið upp til Ívars. Horfðu eftir honum og sögðu "VÁÁ sjáðu! Ívar er að fara stökkva á snjóbretti, ég ætla sko að horfa á hann.. " Algjör fyrirmynd :). Á leiðinni heim sofnaði stubburinn minn í snjóþotunni enda var hann alveg búinn. Seinna um kvöldið gerðum við Ívar okkur meiriháttar góða pizzu og horfðum á útsvar, þvílíkt combo! 







Við mæðgin bæði í úlpum frá 66°north
Skórnir mínir eru úr GS skóm, veit ekki hvar ég væri án þeirra!



Álaugardeginum kom Telma Lind til mín. Við kveiktum á kertum, settum jólatónlist í tækið og bökuðum tvær skúffukökur og eitt stk kryddbrauð fyrir lítinn lasarus en hann vildi síðan ekki sjá kryddbrauðið þannig við neyddumst til þess að borða það sjálfar hehe. 


Sunnudaginn fór ég í göngutúr með mömmu í dásamlegu veðri. Fórum í Bónus og löbbuðum með 3 þunga poka heim, þvílíkar konur! 




xx
- Inga L



mánudagur, 14. október 2013

Zara

Úff ég á svo erfitt með mig þegar ég skoða öll fallegu fötin í Zöru! Fann svo margt fallegt sem mig langar í bæði fyrir mig og barnið.






Hversu krúttað! Ætla klárlega að kaupa afmælis-og jólafötin á P í Zöru.

sunnudagur, 13. október 2013

Helgin

Á fimmtudaginn fór ég á fætur um 8 leitið með Pétri Loga. Horfðum saman á barnatímann, held samt að ég hafi haft meira gaman af honum en barnið! Þurftum að hanga inni því hann var svo lasinn greyið litla. Fór síðan út að borða með Jörgen á Salt, cafe bistro á Egilsstöðum. Ég fékk mér kjúklingasælu og hún stóð sko undir nafni! Elska pizzurnar þarna.




Á föstudaginn fékk elsku Loginn minn loksins að fara út eftir tveggja vikna veikindi! Fór með hann í göngutúr í vagninum þar sem hann fékk að fylgjast með. Hann var ekkert smá hissa að komast aftur út. Hitti lítinn voffa og byrjaði að gelta á hann, það er nýjasta nýtt :). Þegar við vorum að labba framhjá gamla tónlistarskólanum hérna á Egilsstöðum sáum við óteljandi laufblóð! Logi fékk að skríða í laufblöðunum og honum fannst það svaka sport. 





Við fjöllan skelltum okkur síðan út á Einarsstaði í gær til Jón Einars, Ólafar og Péturs Stefáns. Þar var svaka flott dýna sem Jörgen hafði meira gaman af heldur en börnin. Jón Einar og Ólöf voru svo myndó og grilluðu fyrir okkur. Ekki amalegt að geta grillað um miðjann október, enda er búið að vera æðislegt veður! Svo þurftum við að drífa okkur heim því ég var að fara á kvöldvakt frá 15.30-23.30.




Í dag var svo ótrúlega gott veður eins og síðustu daga. Sól og blíða. Þannig við fórum með Logann okkar í myndatöku til Töru snillings :) tókum myndir í Tjarnagarðinum og fleiri skemmtilegum stöðum. Hann var voðalega duglegur í myndatökunni, enda þrælvanur elsku barnið! Eftir tökuna fórum við saman á salt og ég fór síðan beint að vinna.

Fyrst að Pétur minn er loksins orðinn sæmilegur eftir veikindin þá fær hann að fara til Dísu dagmömmu í fyrramálið eftir að hafa verið lasinn heima í meira en tvær vikur. Það liggur nú við að hann þurfi aðlögun aftur! En mikið verður hann glaður að hitta krakkana :)


miðvikudagur, 9. október 2013

Það sem ég elska hausið! Það er búið að vera svo æðislegt veður hérna á Egilsstöðum, smá snjór, kuldi og sólskin. Við Logi litli þurftum að vera heima í dag, eina ferðina enn. Fórum til læknis í 4. skipti í dag, hann fékk meðal og púst svo nú er ég rétt að vona að hann fari að lagast elsku snúllinn. Við erum orðin hundleið á því að hanga svona inni endalaust. Pétur horfir endalaust útum gluggann, honum langar svo út!



En okkur leiðist allavega aldrei. Við finnum okkur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera. Erum búin að horfa á óteljandi teiknimyndir, ég held reyndar að ég hafi meira gaman af því heldur en barnið nokkurntímann hehe! Svo erum við búin að lesa bækur, teikna og leika saman. Nýjasta orðið hans er jæja og notar það óspart!





Ég eldaði kjúklingarétt með karamelluhúðaðri papriku og mangó chutney sósu fyrir mömmu og pabba. Gerði grænmetisbuff og sætar fyrir soninn og það voru allir alsælir!



xxx